Samkvæmt frétt Reuters og gögnum frá samgöngustofu Noregs voru 9 af hverjum 10 bifreiðum seldum í Noregi á síðasta ári rafmagnsbílar.
Yfirlýst markmið Noregs er að allir nýskráðir fólksbílar verði rafbílar og stefnt er að því að þetta náist á árinu. Enn hefur þetta ekki gengið fyrir sem dæmi bílaleigur þar sem ferðamenn leggja ekki enn í slíka vegferð.
Sölutölur Noregs sýna aukningu frá árinu 2024 þegar um 82,4% af seldum bílum voru rafmagnsbílar. Nú er þetta um 90%. Heildarfjöldi rafmagnsbíla í Noregi nemur hins vegar enn einungis um 28,6% af bílaflota landsins og því langt í land að breyta allri samsetningunni.
Mest var selt af Teslu, Volkswagen og Toyota. Kínverskir bílaframleiðendur námu um 10% sölunnar.
Í ljósi þessa
...