Þegar greinarhöfundur skildi síðast við gallabuxnadramað mikla í New York var Magnús Carlsen á leið út úr heimsmeistaramótinu en það átti eftir að breytast. Fyrrverandi heimsmeistari og nú einn af varaforsetum FIDE, Viswanathan Anand, settist niður…
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Þegar greinarhöfundur skildi síðast við gallabuxnadramað mikla í New York var Magnús Carlsen á leið út úr heimsmeistaramótinu en það átti eftir að breytast. Fyrrverandi heimsmeistari og nú einn af varaforsetum FIDE, Viswanathan Anand, settist niður með Norðmanninum og náði samkomulagi um þátttöku hans í hraðskákkeppninni.
Þessum málalokum var víða tekið fagnandi og ríkasti maður heims, Elon Musk, „tísti“ merku slanguryrði: Magnus is based, þ.e. einstaklingur sem lætur ekki vaða ofan í sig og lætur álit annarra sig engu skipta. Hvað um það. Magnús mætti til leiks í fyrstu umferð hraðskákkeppninnar íklæddur gallabuxum, að vísu mínútu of seinn en vann nú
...