Pistill
Orri Páll Ormarsson
orri@mbl.is
Fóbíur eru skemmtilegt krydd í tilveruna. Finnst ykkur ekki? Sérstaklega þær sem eru óvenjulegar og jafnvel sérviskulegar og ganga illa upp í hugum okkar hinna sem ekki erum bundin á klafa þeirra.
Ég fór að hugsa um þetta meðan ég var að skrifa grein, sem finna má hér aftar í blaðinu, þar sem bandaríski skapgerðarleikarinn Billy Bob Thornton kemur við sögu, en hann er haldinn þráhyggjuáráttu þar sem ein birtingarmyndin er sú að hann hefur fóbíu og er satt best að segja logandi hræddur við antíkhúsgögn. Nei, ég er ekki að búa þetta til.
Við erum ekki að tala um hvaða antík sem er, en sú antík sem kemur Billy karlinum Bob í mest uppnám er útskornir stólar með flauelspúðum frá tíð Loðvíks XIV. Frakklandskonungs. „Þeir valda mér óhug. Ég get komið auga á eftirlíkingar úr
...