„Það er þessi meðvitund sem maður öðlast. Dagsdaglega er mikið áreiti og manni býðst að taka þátt í alls kyns félagslífi. Það er svo gott að geta stoppað og jafnvel bakkað og spurt sig hvað mann langar virkilega að gera.“
Þóra og Íris fundu styrk í að vinna saman að markmiðum sínum. Í gegnum YogaNúna ætla þær að miðla töfrum jóga til allra, einkum þeirra sem hafa minni tíma.
Þóra og Íris fundu styrk í að vinna saman að markmiðum sínum. Í gegnum YogaNúna ætla þær að miðla töfrum jóga til allra, einkum þeirra sem hafa minni tíma. — Ljósmynd/Sigtryggur Ari Jóhannsson

Ég heillaðist úti í Rishikesh 2018. Mig langaði að fara beint í upprunann og hafði heyrt að Rishikesh væri staðurinn til að fara á,“ segir Íris Dögg Oddsdóttir um upphaf vegferðar sem hófst þegar hún tók jógakennararéttindi á Indlandi. Hún er jógakennari og flugfreyja í hlutastarfi hjá Icelandair en það var einmitt í flugi til New York sem þær Þóra Rós Guðbjartsdóttir hittust og komust að því að þær voru báðar á sömu leið.

Þær hafa nú leitt saman hesta sína og stofnað YogaNúna, fyrir alla, einkum fyrir fólk á hraðferð sem gefur sér ekki tíma til að mæta í jógasalinn og getur í stað þess gert æfingarnar hvar sem er.

„Við finnum báðar að það langar alla að koma í jóga en ná ekkert endilega að taka klukkutíma úr deginum, plús ferðalag til og frá, til að mæta í jógatíma,“ segir Íris. Þóra bætir við að þær vilji að fólk kynnist jóga

...