Við þurfum að fjölga áskrifendum, fá unga fólkið með okkur í að viðhalda þessu og auka veg tímaritsins.
Soffía Auður Birgisdóttir hefur ritstýrt tímaritinu í tvö ár, en 22. hefti þess kom nýlega út.
Soffía Auður Birgisdóttir hefur ritstýrt tímaritinu í tvö ár, en 22. hefti þess kom nýlega út. — Morgunblaðið/Eggert

Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur er ritstjóri tímarits um ljóðlist og óðfræði. Tímaritið nefnist Són, kemur út einu sinni á ári og 22. hefti kom nýlega út.

Tímaritið á sér nokkuð langa sögu. „Það var til þess stofnað af nokkrum hugsjónamönnum í Háskóla Íslands fyrir tuttugu og tveimur árum, í þeim hópi voru meðal annarra Þórður Helgason og Kristján Eiríksson. Til að byrja með fjallaði það aðallega um eldri skáldskap, bragarhætti og fornan kveðskap en smám saman hefur verið farið að fjalla um nýrri ljóðlist,“ segir Soffía Auður.

Ýmsir hafa sinnt ritstjórn í gegnum árin en Soffía Auður hefur gegnt starfi ritstjóra í tvö ár. „Mitt markmið sem ritstjóri er að reyna að auka umfjöllun um nútíma- og samtímaljóðlist. Þáttur í því er að birta marga ítarlega ritdóma um nýlegar ljóðabækur og bækur

...