Aðeins 16% leikstjóra 250 tekjuhæstu kvikmynda í Bandaríkjunum árið 2024 voru konur. Þetta segir í nýrri skýrslu Miðstöðvar rannsókna sem tengjast konum í sjónvarpi og kvikmyndum við San Diego State University í Bandaríkjunum. Þar kemur fram að konur séu samtals aðeins 23% af leikstjórum, handritshöfundum, framleiðendum, klippurum og tökumönnum þessara 250 mynda.
Verkefni undir yfirskriftinni The Celluloid Ceiling, sem útleggja mætti sem Kvikmyndaþakið, hefur verið í gangi í 27 ár. Þar hafa störf kvenna bak við tjöldin í kvikmyndabransa Bandaríkjanna verið vandlega skráð. Ef horft er aftur til ársins 1998 hefur hlutur kvenna aðeins vaxið um sex prósentustig, eða úr 17% í 23%.
Hæst hlutfall kvenna er meðal framleiðenda (e. producers), alls 27% prósent. Kvenkyns aðalframleiðendur (e. executive producers) voru hins vegar 22%, klipparar voru 20%, handritshöfundar 20%, leikstjórar 16% eins og áður sagði og tökumenn 12%. Þá skoðuðu rannsakendur einnig
...