Billy Bob Thornton á rauða dreglinum á frumsýningu Landman.
Billy Bob Thornton á rauða dreglinum á frumsýningu Landman. — AFP/Unique Nicole

Hann veit aldrei hvenær deginum kemur til með að ljúka, nú eða hvenær hann kemur til með að byrja. Það er í óhemju mörg horn að líta hjá manni sem hefur umsjón með risastóru olíuvinnslusvæði í Texas og óvæntar uppákomur geta beðið hans á hvaða tíma sólarhringsins sem er. „Landman“ er starfsheitið á ensku, eigum við að kalla hann jarðtengil? Hann er trúnaðarmaður og fulltrúi eiganda olíufyrirtækisins sem rekur starfsemina og ber að sjá til þess að allt gangi hnökralaust fyrir sig. En það er hægara sagt en gert, þegar verkalýðurinn er baldinn, búnaðurinn að einhverju leyti úr sér genginn og glæpagengi á hverju strái á svæðinu. Og þegar jarðtengillinn okkar er ekki í vinnunni er hann að glíma við sína eigin fjölskyldu sem gæti svo sannarlega látið betur að stjórn.

Bandaríski myndaflokkurinn Landman, sem finna má í Sjónvarpi Símans Premium, er með betra leiknu efni

...