Myndlist
María Margrét Jóhannsdóttir
mariamargret@mbl.is
Nýlistasafnið (Nýló) fagnar 47 ára afmæli um helgina og efnir til veislu í safninu í kvöld. Fáir vita hversu ævintýraleg safneign Nýló er en hún telur um 3.500 verk og er sérstök fyrir þær sakir að hún byggist alfarið á gjöfum. Blaðamaður Morgunblaðsins fékk að kíkja í geymslur Nýló og heyra í leiðinni um komandi starfsár safnsins.
„Safneignin er einstök fyrir margar sakir. Bæði er það upprunasaga Nýló, en safnið var stofnað af hópi listamanna sem fannst opinber söfn ekki vera að sinna skyldu sinni nægilega vel þegar kom að því að safna listaverkum eftir samtímalistamenn. Safnið var því stofnað til þess að safna þessum verkum sem hefðu annars glatast eða fallið í gleymsku og það hefur fylgt Nýló í
...