Fyrir okkur sem viljum berjast fyrir frjálsu samfélagi er í sjálfu sér jákvætt að fleiri flokkar en Sjálfstæðisflokkurinn leggi áherslu á frelsið.
Sigurður Kári Kristjánsson
Sigurður Kári Kristjánsson

Sigurður Kári Kristjánsson

Við sem trúum á frelsið, berjumst fyrir frjálsum viðskiptum og trúum því að ákvörðunarvald um eigin velmegun og málefni sé betur komið í höndum einstaklinganna sjálfra en í höndum stjórnmálamanna höfum hingað til flest fylgt Sjálfstæðisflokknum að málum. Ástæðan er sú að Sjálfstæðisflokkurinn hefur síðustu áratugi verið helsti málsvari frelsisins í víðtækum skilningi.

Í aðdraganda og í kjölfar nýliðinna alþingiskosninga hafa ýmsir aðrir með einum hætti eða öðrum lagt áherslu á frelsið og mikilvægi þess.

Það gerði Miðflokkurinn að hluta til við uppröðun á framboðslista fyrir kosningar, en ekki síður Viðreisn.

Sá flokkur lagði sig verulega fram í aðdraganda kosninganna við að afla sér fylgis hjá frelsis- og hægrisinnuðum

...