Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, fv. forseti Skáksambandsins og margfaldur Íslandsmeistari kvenna í skák, heldur opið erindi í dag kl. 14 í sal Taflfélags Reykjavíkur í Faxafeni 12. Guðfríður Lilja ætlar að fjalla um jákvæðar leiðir til að takast á…
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, fv. forseti Skáksambandsins og margfaldur Íslandsmeistari kvenna í skák, heldur opið erindi í dag kl. 14 í sal Taflfélags Reykjavíkur í Faxafeni 12.
Guðfríður Lilja ætlar að fjalla um jákvæðar leiðir til að takast á við lífið á nýju ári, eins og það er orðað í fréttatilkynningu. Hún mun meðal annars vísa í lögmál skáklistarinnar á þeirri vegferð að tileinka sér betra líf. Allir eru velkomnir og heitt á könnunni á meðan húsrúm leyfir.
Guðfríður Lilja hefur ekki haldið erindi hérlendis í meira en 13 ár þar sem hún er búsett í Frakklandi og gegnir þar yfirmannsstöðu í mannréttindamálum hjá Evrópuráðinu í Strasbourg.
Tileinkað tengdó
„Erindið hefur ekkert með vinnuna mína að gera heldur bara áhuga minn á lífinu,
...