Sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi áréttaði að Ísland væri ekki umsóknarríki að sambandinu. Ákvæði í nýjum stjórnarsáttmála um þjóðaratkvæðagreiðslu „um framhald viðræðna um aðild Íslands […] eigi síðar en árið 2027“ virðist…
28.12. – 3.1.
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi áréttaði að Ísland væri ekki umsóknarríki að sambandinu. Ákvæði í nýjum stjórnarsáttmála um þjóðaratkvæðagreiðslu „um framhald viðræðna um aðild Íslands […] eigi síðar en árið 2027“ virðist því á misskilningi byggt.
Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sagðist enn vera þeirrar skoðunar að í frumvarpi um bókun 35 við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið fælist stjórnarskrárbrot. Hann ætlar samt að styðja það, hvað sem drengskaparheiti við stjórnarskrána líður.
...