Karen Lilja Loftsdóttir, doktorsnemi við sagnfræðideild Queen’s-háskólans í Kingston í Ontario í Kanada, heldur fræðsluerindið „Frjálsar ástir: Menningarsöguleg nálgun að hernámi Kanadamanna á Íslandi í síðari heimsstyrjöld“ í…
Fræðimaður Karen Lilja Loftsdóttir er í doktorsnámi í Kanada.
Fræðimaður Karen Lilja Loftsdóttir er í doktorsnámi í Kanada.

Steinþór Guðbjartsson

steinthor@mbl.is

Karen Lilja Loftsdóttir, doktorsnemi við sagnfræðideild Queen’s-háskólans í Kingston í Ontario í Kanada, heldur fræðsluerindið „Frjálsar ástir: Menningarsöguleg nálgun að hernámi Kanadamanna á Íslandi í síðari heimsstyrjöld“ í Árnastofnun í Eddu – húsi íslenskunnar og hefst það klukkan 16.30 þriðjudaginn 7. janúar. Fyrirlesturinn er hluti af fræðsluerindum sem Þjóðræknisfélag Íslendinga, ÞFÍ, stendur að. „Ég ætla fyrst og fremst að fjalla um doktorsverkefni mitt,“ segir hún, en Karen Lilja rannsakar hernámið og einblínir einkum á upplifun kanadískra hermanna á Íslandi og samskipti þeirra við Íslendinga. „Fyrirlesturinn er hluti viðburða til að minnast þess að Íslendingar settust fyrst að við Winnipegvatn í Manitoba í Kanada fyrir 150 árum,“ vekur hún athygli á.

...