Íbúar New Orleans í Bandaríkjunum eru í sárum eftir óhugnanlegt hryðjuverk sem framið var í borginni á nýársnótt.
Hryðjuverkamaður ók pallbíl inn í mannfjölda á helstu skemmtigötu borgarinnar, Bourbon-stræti, með þeim afleiðingum að fjórtán létu lífið. Enn liggur fjöldi manna á sjúkrahúsi eftir árásina.
Árásarmaðurinn féll eftir skotbardaga við lögreglu. Hann heitir Shamsud-Din Jabbar, var bandarískur ríkisborgari, hafði gegnt herþjónustu í Bandaríkjaher í átta ár og þjónað í Afganistan um skeið. Hann lýsti skömmu fyrir verknaðinn yfir stuðningi við hryðjuverkasamtökin Ríki íslams og sagðist hafa gengið í þau í fyrrasumar. Í yfirlýsingu sagðist hann í fyrstu hafa ætlað að fyrirfara fjölskyldu sinni, en komist að þeirri niðurstöðu að það myndi ekki draga næga athygli að gjánni milli hinna trúuðu og hinna trúlausu.
...