Þegar Thelma Mogensen var að vaxa úr grasi á Íslandi, í Kanada og í Bandaríkjunum dreymdi hana um að verða leikkona. „Ég var í söng og leiklist þegar ég var yngri og vissi fátt skemmtilegra en að klæða fólkið á heimilinu í búninga,“ rifjar hún upp brosandi.
Annað átti þó fyrir henni að liggja eftir stúdentspróf frá Verzlunarskóla Íslands 2018. Við tók fjögurra ára nám í hönnun og markaðsfræðum í Boston.
Að því námi loknu vorið 2022 nýtti Thelma dvalarleyfi sitt til að vinna eitt ár í Bandaríkjunum og færði sig þá yfir til New York og hóf störf hjá tískufyrirtækinu Rebag. „Á þeim tíma var ég mjög fókuseruð á að vera í tískubransanum í New York,“ segir Thelma sem býr í New York en er hér heima í jólafríi.
Þessi vetur átti aftur á móti eftir að
...