Ég fékk tár í augun þegar ég frétti að ég væri komin inn. Langþráður draumur var að rætast.
Thelma Mogensen er opin fyrir því að starfa hér heima sem og erlendis. „Mig langar bara að leika. Sé verkefnið spennandi þá er ég til.“
Thelma Mogensen er opin fyrir því að starfa hér heima sem og erlendis. „Mig langar bara að leika. Sé verkefnið spennandi þá er ég til.“ — Morgunblaðið/Ásdís

Þegar Thelma Mogensen var að vaxa úr grasi á Íslandi, í Kanada og í Bandaríkjunum dreymdi hana um að verða leikkona. „Ég var í söng og leiklist þegar ég var yngri og vissi fátt skemmtilegra en að klæða fólkið á heimilinu í búninga,“ rifjar hún upp brosandi.

Annað átti þó fyrir henni að liggja eftir stúdentspróf frá Verzlunarskóla Íslands 2018. Við tók fjögurra ára nám í hönnun og markaðsfræðum í Boston.

Að því námi loknu vorið 2022 nýtti Thelma dvalarleyfi sitt til að vinna eitt ár í Bandaríkjunum og færði sig þá yfir til New York og hóf störf hjá tískufyrirtækinu Rebag. „Á þeim tíma var ég mjög fókuseruð á að vera í tískubransanum í New York,“ segir Thelma sem býr í New York en er hér heima í jólafríi.

Þessi vetur átti aftur á móti eftir að

...