Í fjölskylduboðum og öðrum mannamótum frá nýársnótt til þessa dags hafa fæstir þurft að óttast skort á umræðuefni, þar sem upplagt er að spyrja hvernig fólki hafi fundist áramótaskaupið á RÚV. Því má fylgja eftir og þráspyrja um hvaða atriði hafi verið best eða eftirminnilegast
Skaupið Það er þjóðaríþrótt að hafa skoðun á Áramótaskaupinu.
Skaupið Það er þjóðaríþrótt að hafa skoðun á Áramótaskaupinu. — Skjáskot/Ríkisútvarpið

Tungutak

Ari Páll Kristinsson

ari.pall.kristinsson @arnastofnun.is

Í fjölskylduboðum og öðrum mannamótum frá nýársnótt til þessa dags hafa fæstir þurft að óttast skort á umræðuefni, þar sem upplagt er að spyrja hvernig fólki hafi fundist áramótaskaupið á RÚV. Því má fylgja eftir og þráspyrja um hvaða atriði hafi verið best eða eftirminnilegast. Ekki veit ég hvort til er í dæminu að fólk hafi lært allt skaupið utanbókar við fyrsta áhorf, en reyndar hefur sýnt sig að heilu atriðin úr íslenskri skaupasögu geta lifað í endursögnum og upprifjunum árum og áratugum saman. Og úr því að hér er komið inn á svið munnlegrar geymdar er freistandi að hafa svolítinn útúrdúr: Í nýrri skáldsögu Jóns Kalmans Stefánssonar,

...