Umbreyting Skeifusvæðisins úr iðnaðar- og verslunarhverfi í blandaða byggð virðist komin á fullt skrið. Morgunblaðið sagði fimmtudaginn 18. desember sl. frá samkomulagi Reykjavíkurborgar við Eik fasteignafélag hf
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Umbreyting Skeifusvæðisins úr iðnaðar- og verslunarhverfi í blandaða byggð virðist komin á fullt skrið.
Morgunblaðið sagði fimmtudaginn 18. desember sl. frá samkomulagi Reykjavíkurborgar við Eik fasteignafélag hf. um niðurrif eldri húsa og uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á lóðunum Skeifunni 7 og Skeifunni 9.
Og nú hyggjast Reitir fasteignafélag hf. halda áfram á sömu braut. Félagið hefur óskað eftir afstöðu Reykjavíkurborgar til tillögu um nýtt skipulag og uppbyggingu á lóðinni Suðurlandsbraut 56. Ber tillagan heitið METRÓ.
Lóðin sem um ræðir er á horni Suðurlandsbrautar og Skeiðarvogs. Á henni stendur 715 fermetra veitingahús sem upphaflega var reist fyrir
...