Guðmundur Sv. Hermannsson
gummi@mbl.is
Utanríkisráðherra Þýskalands varaði í gær nýja valdhafa í Sýrlandi við því að Evrópuríki muni ekki veita landinu stuðning ef þar verður komið á íslömsku valdakerfi.
Annalena Baerbock utanríkisráðherra Þýskalands og Jean-Noel Barrot utanríkisráðherra Frakklands fóru í heimsókn til Damaskus höfuðborgar Sýrlands sem fulltrúar Evrópusambandsins í gær og áttu m.a. fund með Ahmed al-Sharaa, eiginlegum leiðtoga landsins.
Baerbock sagði við blaðamenn eftir fundinn að Evrópa myndi styðja við endurreisn Sýrlands eftir að Bashar al-Assad forseti landsins var hrakinn frá völdum í desember en að Evrópuríki myndu ekki fjármagna nýtt íslamskt stjórnkerfi í landinu. „Það er ekki einungis í þágu varnarhagsmuna okkar heldur er það einnig krafa fjölmargra Sýrlendinga í Þýskalandi og einnig hér,“ sagði hún.
Utanríkisráðherrarnir lýstu þeirri von
...