Á aðventunni var kvaddur einn helsti listamaður þjóðarinnar, Jón Nordal tónskáld.
„Með því að fylgja listamanninum Jóni Nordal vildi ég einfaldlega þakka fyrir mig – og fyrir okkur öll ... fyrir þá gleði sem hann hafi veitt öllu fólki.“
„Með því að fylgja listamanninum Jóni Nordal vildi ég einfaldlega þakka fyrir mig – og fyrir okkur öll ... fyrir þá gleði sem hann hafi veitt öllu fólki.“ — Morgunblaðið/Einar Falur

Úr ólíkum áttum

Ögmundur Jónasson

ogmundur@ogmundur.is

Víkingur Heiðar Ólafsson sagði einhvern tímann frá því í sjónvarpsspjalli um tónlist hve mikla æfingu það gæti kostað að ná fram agnarsmáu blæbrigði við flutning á tónverki, svo smáu og einföldu að það væri jafnvel kunnáttumanni illgreinanlegt. Þegar listamanninum hefði hins vegar tekist að ná þessu blæbrigði á sitt vald merktu það allir. Ekki bara þeir sem væru vel að sér í tónlist og heyrðu og skildu, nei, líka þeir sem lítið þekktu til tónfræða – kynnu sáralitið ef þá nokkuð á þær nótur sem verið væri að glíma við.

Þar fannst mér talað til mín sem er enginn músíkant. Þó veit ég að þegar ég hlusta á Víking Heiðar leika á píanó er ég að hlusta á afburðalistamann. Svona er listin. Við vitum þegar

...