Ef það er eitthvað sem leggur grunn að bættum samböndum og almennri vellíðan þá er það sjálfsvinna. Að mati sérfræðinga þá glímum við öll við eitthvað úr fortíðinni sem nauðsynlegt er að takast á við og tækla hér og nú. Dáleiðslufræðingurinn Patience Chigodora segir að ef það er eitthvað eitt sem fólk ætti að leggja áherslu á þá sé það að heila barnið í sjálfum sér.

„Ef það er eitthvað sem allir ættu að gera til þess að bæta andlega heilsu, þá er það að heila innra barn sitt. Það er fátt meira aðkallandi,“ segir Chigodora í viðtali við The Stylist.

„Að leggja í slíka vinnu er umbreytandi lífsreynsla því þá birtast manni undirliggjandi ástæður þess af hverju maður er eins og maður er. Formgerð okkar, hvernig við sjáum heiminn og meðtökum ást, er fullmynduð þegar við nálgumst sjö til tíu ára aldurinn. Á þessum árum mótum við sambandsstíl

...