Hrafnhildur Svava Jónsdóttir fæddist í Bjarghúsum í Víðidal í V-Húnavatnssýslu 5. nóvember 1934. Hún lést á dvalarheimilinu Lundi á Hellu 15. desember 2024.
Foreldrar hennar voru Jón Sigtryggur Sigfússon, f. 1.9. 1903 í Brekku í Svarfaðardal, d. 1987, og Sigurbjörg Theodóra Guttormsdóttir, f. 4.10. 1904 á Síðu í V-Húnavatnssýslu, d. 1952.
Systkini: Guttormur Arnar, f. 1932, d. 2015, Björn Haraldur, f. 1933, Lissý Björk, f. 1936, d. 2011, Anna Soffía, f. 1940, d. 2017, Sigurlaug, f. 1941, og Viðar, f. 1946.
Eiginmaður Hrafnhildar var Jóhannes Sigmundsson, f. 18.11. 1931, d. 19.2. 2018. Jóhannes var sonur Sigmundar Sigurðssonar, f. 1903, d. 1981, og Önnu Jóhannesdóttur, f. 1902, d. 1997.
Börn: 1) Hilmar, f. 18.4. 1955. Maki Fanney Þórmundsdóttir.
...