Arkitektinn Rafael Campos de Pinho tekur á móti blaðamanni á heimili sínu í Hlíðunum í Reykjavík. Samtalið hefst á að ræða skipulag íbúða í hverfinu, þar með talinna sérhæða með stórum og björtum stofum og rúmgóðum herbergjum, og hvernig það er ólíkt skipulagi margra íbúða á þéttingarreitum. Slíkar íbúðir virðast ekki lengur vera byggðar.
Rafael lauk námi í arkitektúr og borgarskipulagi frá brasilíska háskólanum Escola de Arquitetura Universidade Federal de Minas (EA-UFMG), ásamt því að hafa lokið MA-námi í fasteignaviðskiptum frá hagfræðideild Universidad de Barcelona. Hann hlaut viðurkenningu fyrir útskriftarverkefni sitt í Brasilíu og hitti við það tilefni íslenska arkitektinn Pálmar Kristmundsson, hjá PK Arkitektum. Með þeim tókst vinskapur og kom Rafael til Íslands 2006 til að starfa í þrjá mánuði en örlögin tóku aðra stefnu. Rafael á íslenska sambýliskonu, Ernu
...