Þegar ég kom fyrst til Íslands fyrir 19 árum fannst mér Reykjavík vera heimsklassa hönnunarmiðstöð. Því miður hefur þessi þróun leitt af sér hverfi sem einkennast af köldum og kassalegum byggingum sem eru mótaðar í kringum bílastæði.
Rafael á heimili sínu í Hlíðunum í Reykjavík.
Rafael á heimili sínu í Hlíðunum í Reykjavík. — Ljósmynd/Aðsend

Arkitektinn Rafael Campos de Pinho tekur á móti blaðamanni á heimili sínu í Hlíðunum í Reykjavík. Samtalið hefst á að ræða skipulag íbúða í hverfinu, þar með talinna sérhæða með stórum og björtum stofum og rúmgóðum herbergjum, og hvernig það er ólíkt skipulagi margra íbúða á þéttingarreitum. Slíkar íbúðir virðast ekki lengur vera byggðar.

Rafael lauk námi í arkitektúr og borgarskipulagi frá brasilíska háskólanum Escola de Arquitetura Universidade Federal de Minas (EA-UFMG), ásamt því að hafa lokið MA-námi í fasteignaviðskiptum frá hagfræðideild Universidad de Barcelona. Hann hlaut viðurkenningu fyrir útskriftarverkefni sitt í Brasilíu og hitti við það tilefni íslenska arkitektinn Pálmar Kristmundsson, hjá PK Arkitektum. Með þeim tókst vinskapur og kom Rafael til Íslands 2006 til að starfa í þrjá mánuði en örlögin tóku aðra stefnu. Rafael á íslenska sambýliskonu, Ernu

...