Samtök íþróttafréttamanna heiðra í kvöld íþróttamann ársins 2024, en þetta er í 69. skipti sem samtökin standa að kjörinu. Um leið verða þjálfari ársins og lið ársins 2024 heiðruð. Sex konur og fjórir karlar eru í hópi þeirra tíu sem höfnuðu í efstu sætum kjörsins. Samtökin hafa kosið íþróttamann ársins samfleytt frá árinu 1956 þegar Vilhjálmur Einarsson varð fyrstur til þess að taka við verðlaununum. » 37