Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor er höfundur bókarinnar Conservative Liberalism North & South – Grundtvig, Einaudi and their Relevance Today (Frjálslynd íhaldsstefna í norðri og suðri – Grundtvig, Einaudi og gildi þeirra á okkar dögum).
„Bókin er samanburður á frjálslyndri íhaldsstefnu í norðri og suðri. Ég tek tvo fulltrúa sem dæmi,“ segir Hannes Hólmsteinn. „Annar er Grundtvig, danski presturinn og ljóðskáldið, og hinn er ítalski hagfræðingurinn Einaudi. Ég ræði í nokkrum smáatriðum um hugmyndir Grundtvigs um þjóðríkið því að hann var þjóðernissinni jafnframt því sem hann var frjálshyggjumaður. Einaudi var hins vegar alþjóðahyggjumaður sem lagði meiri áherslu á að stofna ríkjasamband til að tryggja friðinn í Evrópu en á þjóðríkið. Hann hefur oft verið talinn einn af feðrum Evrópusambandsins. Ég er í rauninni að bera saman þjóðríkið
...