Ég hef verið gæfumaður. Ég er í sambúð í Brasilíu og mitt samband er mjög gott. Ég hef lært mikið af því. Annars finnst mér að einkalíf eigi einmitt að vera einkalíf og þess vegna hef ég ekki verið að hrópa um það af húsþökum.“
Hannes með fóstursyni sínum Myrkva fyrir tveimur árum. Nú eru fóstursynirnir orðnir tveir.
Hannes með fóstursyni sínum Myrkva fyrir tveimur árum. Nú eru fóstursynirnir orðnir tveir. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor er höfundur bókarinnar Conservative Liberalism North & South – Grundtvig, Einaudi and their Relevance Today (Frjálslynd íhaldsstefna í norðri og suðri – Grundtvig, Einaudi og gildi þeirra á okkar dögum).

„Bókin er samanburður á frjálslyndri íhaldsstefnu í norðri og suðri. Ég tek tvo fulltrúa sem dæmi,“ segir Hannes Hólmsteinn. „Annar er Grundtvig, danski presturinn og ljóðskáldið, og hinn er ítalski hagfræðingurinn Einaudi. Ég ræði í nokkrum smáatriðum um hugmyndir Grundtvigs um þjóðríkið því að hann var þjóðernissinni jafnframt því sem hann var frjálshyggjumaður. Einaudi var hins vegar alþjóðahyggjumaður sem lagði meiri áherslu á að stofna ríkjasamband til að tryggja friðinn í Evrópu en á þjóðríkið. Hann hefur oft verið talinn einn af feðrum Evrópusambandsins. Ég er í rauninni að bera saman þjóðríkið

...