„Er lögreglubíll var á leið niður Laugaveg laust eftir kl. 5 aðfaranótt sunnudags í blábyrjun ársins 1965, veittu lögreglumenn athygli manni, sem rogaðist með pappakassa í fanginu móts við verslunina Ás. Er maðurinn varð lögreglunnar var, brá hann hart við, og hvarf inn í portið bak við Skúlagötuhúsin svonefndu. Lögreglumenn hlupu á eftir og gripu manninn á barnaleikvellinum sem þar var. Veitti maðurinn mótspyrnu og varð að setja hann í járn.
Er lögreglumenn gáðu í kassann, voru í honum þrjú bústin hangikjötslæri og vænt svínslæri,“ stóð í frétt Morgunblaðsins. „Gaf maðurinn þá skýringu að hann hafi verið að skemmta sér í Glaumbæ. Að dansleik þar loknum, dvaldist honum fyrir utan húsið í kunningjahópi við að reyna að fá bílfar heim, því kalt var í veðri. Er hann var einn orðinn eftir í portinu, gekk hann að geymsludyrum, sem þar eru og sá að þær voru ólæstar. Brá hann sér þá inn,
...