Áramótablað Viðskiptablaðsins var áhugaverð lesning, ekki síst viðtöl við fólk með ríka reynslu úr atvinnulífinu. Einn þeirra er Orri Hauksson, sem ræddi margt um atvinnulífið og benti á ýmislegt sem betur mætti fara, ekki síst sem snýr að eftirlitsiðnaðinum hér á landi, en honum fékk Orri óþyrmilega að kynnast sem forstjóri Símans.
Orri nefndi að töluverð umræða hefði verið um blýhúðun Evrópureglna, sem þarft væri að taka á. „Hins vegar er eitt vandamál að mínu mati jafnvel enn stærra en reglurnar sjálfar. Það er hvernig innlendar stofnanir framfylgja reglunum af blýþunga, óháð umfangi reglnanna hverju sinni. Eftirlitsstofnanir hafa fengið að vera ríki í ríkinu og framfylgja þessum reglum af hentisemi og á tímaramma sem er í engu samhengi við hjartsláttinn í atvinnulífinu.“
Hann bendir á að fyrirsjáanleika í
...