Samtök íþróttafréttamanna standa í kvöld að kjörinu á íþróttamanni ársins í 69. sinn eins og fram kemur hérna á opnunni. Fjórir frumkvöðlar í íþróttafréttamennsku, Atli Steinarsson, Frímann Helgason, Hallur Símonarson og Sigurður Sigurðsson, lögðu…
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Samtök íþróttafréttamanna standa í kvöld að kjörinu á íþróttamanni ársins í 69. sinn eins og fram kemur hérna á opnunni.
Fjórir frumkvöðlar í íþróttafréttamennsku, Atli Steinarsson, Frímann Helgason, Hallur Símonarson og Sigurður Sigurðsson, lögðu grunninn að stofnun samtakanna þegar þeir komu saman á fundi 14. febrúar 1956.
Í ársbyrjun 1957 kusu þeir Vilhjálm Einarsson, silfurverðlaunahafa í þrístökki á Ólympíuleikunum í Melbourne, fyrsta íþróttamann ársins og frá þeim tíma hafa samtökin staðið að þessu árlega kjöri.
Það er fyrir langalöngu búið að skipa sér veglegan sess meðal þeirra Íslendinga sem fylgjast með íþróttum, og í raun langt út fyrir raðir þeirra.
...