Það var mjög heitt úti og Siggi ákvað að fá sér kók. Hann gekk að gosdrykkjasjálfsala, setti pening í raufina og niður féll kókdós. Hann setti annan pening í vélina, fékk aðra dós og svo hélt hann áfram. Röð fólks myndaðist fyrir aftan Sigga og loks sagði pirruð kona við hann: „Viltu flýta þér! Okkur er heitt og við erum mjög þyrst!“ „Það kemur ekki til greina! Ég hætti ekki á meðan ég er enn í gróða,“ sagði Siggi hneykslaður.

Gunnar var staddur í flugvél sem var á leiðinni frá Reykjavík til Akureyrar þegar flugvélin lenti í mikilli ókyrrð sem stöðugt versnaði. Farþegarnir urðu sífellt hræddari og öryggi áhafnarinnar hafði minnkað. Ein flugfreyjan tók eftir því að það stóð séra fyrir framan nafn Gunnars. Hún kallaði hann á eintal og sagði: „Heldur þú að eitthvað sé hægt að gera til að róa fólkið niður? Það eru allir svo ofboðslega hræddir. Getur þú framkvæmt eitthvað kirkjulegt?“ Gunnar lét söfnunarbaukinn ganga um flugvélina.