Hvað verður fegra fundið? / What can be more perfect? er bók sem geymir úrval kveðskapar eftir séra Hallgrím Pétursson. Ritstjóri er Margrét Eggertsdóttir. Tilefni útgáfu bókarinnar er að 350 ár eru liðin frá fæðingu Hallgríms.
„Frumkvæðið kemur frá sóknarnefnd Hallgrímskirkju. Fjöldi erlendra ferðamanna, auk annarra, kemur í kirkjuna á hverjum einasta degi og margir vita ekkert um Hallgrím Pétursson. Hugmyndin var að búa til fallega bók sem gæfi hugmynd um hvernig skáld Hallgrímur var. Ákveðið var að hafa þetta úrval á íslensku og ensku,“ segir Margrét. „Við vildum hafa bæði trúarlegan og veraldlegan skáldskap Hallgríms, ekki sýna einungis trúarskáldið Hallgrím.“
Passíusálmarnir hafa fimm sinnum verið þýddir á ensku þannig að hægt var að ganga að þeim þýðingum
...