Hélène Magnússon er 55 ára og fædd í hrútsmerkinu. Hún er fransk-íslenskur prjónahönnuður, útskrifaðist úr fatahönnunardeild Listaháskóla Íslands 2005 og stofnaði prjónahönnunarstúdíó sitt 2010. Hélène, sem áður var starfandi lögfræðingur í París, hefur verið búsett á Íslandi í þrjátíu ár. Milli annasamra tíma finnur hún flæðið og friðinn í súludansi.
Fann sig aftur í súludansi
Sem lítil stúlka segist Hélène hafa verið algjör „strákastelpa í kjól“. Móður hennar langaði svo til þess að gera úr henni ballerínu en Hélène vildi ekkert af því sjá né heyra. Segist hún sjálf miklu heldur hafa viljað fótbolta – sem vissulega færri stúlkur æfðu á þeim tíma – en hún ekki náð leikni í boltanum. „Og reyndar var ég ömurleg í öllum boltaíþróttum,“ segir hún kímin.
Þegar hún var níu ára
...