„En það skiptir mestu máli að vera með þetta jafnvægi í lífinu og vera fyrirmynd, sérstaklega fyrir börnin“
Það er ekkert „elsku mamma“ og eflaust besti tíminn til að koma sér í form akkúrat þegar gengið er inn í nýja árið.
Það er ekkert „elsku mamma“ og eflaust besti tíminn til að koma sér í form akkúrat þegar gengið er inn í nýja árið. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Mamma, þú ert alltaf að gera að gera svo skemmtilega hluti í vinnunni,“ segir Helena Björk Jónasdóttir dóttur sína hafa haft á orði við sig þegar hún var að leita að skemmtilegu námi í háskólanum. „Og það er rétt, ég brenn fyrir því sem ég geri. Maður er alltaf að gefa af sér.“

Helena er þjálfari í Hress, líkamsræktarstöð í Hafnarfirði, eða hverfisstöðinni eins og hún kallar hana, og hefur verið það síðastliðin tíu ár. Samhliða hefur Helena einnig starfað við þjálfun eldri borgara á Hrafnistu í Hafnarfirði í fjölda ára en sagði nýlega upp starfi til að feta nýjar slóðir.

Afreksfólk í fjölskyldunni

Helena er 47 ára og gift margföldum Íslandsmeistara í knattspyrnu, Guðmundi Sævarssyni. Börn þeirra eru Embla, landsliðskona í fimleikum, Logi sem lærir nú að verða atvinnuballettdansari við San Francisco-ballettinn og

...