Það er nauðsynlegt að gera nokkrar mjaðmalyftur í hverjum mánuði.
Það er nauðsynlegt að gera nokkrar mjaðmalyftur í hverjum mánuði. — Kateryna Hlinznitsova/Unsplash

Á þessum árstíma hefur það tíðkast að fólk endurskoði daglega rútínu og reyni að koma sér upp betri venjum. Hér á árum áður byrjaði fólk af miklum krafti í leikfimi ef það vildi minnka ummál sitt því það taldi að hreyfing ein gæti kallað fram ákveðna tegund af líkama. Allir vildu vera spengilegir og á tímabili vildu líka allir þeir helstu vera vel sólbrúnir í framan. Einhverjum fannst brúnkan passa betur við vöðvana en fölur vanginn.

Eftir að þyngdarstjórnunarlyf komu á markað hefur fólk áttað sig betur á því að setningin „hreyfa sig meira og borða minna“ hefur lítið með holdafar almennt að gera. DNA-ið í fólki er misjafnt. Sumir eru í grunninn svengri en aðrir og hafa meiri löngun í mat sem eykur matarlyst á meðan aðrir geta nánast lifað á loftinu án þess að það trufli heilastarfsemina mikið.

Einu sinni taldist leikfimisæfing ekki fullgild nema fólk nánast skriði út úr leikfimissalnum með æluna uppi í koki. Sem betur fer hefur þessi ósiður að mestu

...