Baksvið
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Unnið hefur verið af fullum krafti að undirbúningi Sundabrautar hjá Vegagerðinni. Næsta lykilákvörðun sem taka þarf er sú hvort þvera skuli Kleppsvík á brú eða í göngum undir víkina.
Í nýútkomnum Framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar er fjallað um stöðu Sundabrautarverkefnisins. „Við vonumst til þess að allar forsendur fyrir leiðavali og ákvarðanatöku liggi fyrir um mitt árið 2025. Í kjölfarið er hægt að hefja útboðsferli samvinnuverkefnis um Sundabraut með það fyrir augum að framkvæmdir geti hafist á árinu 2026 ef allt gengur upp,“ er haft eftir Helgu Jónu Jónasdóttur verkefnisstjóra Sundabrautar.
...