Sjálfstæðismenn eru sárreiðir og svekktir. Það er í eðli þeirra að líta svo á að þeir séu fæddir til forystu og þegar þjóðin áttar sig ekki á því þá breyta þeir sér í vígamenn.
Nýrri ríkisstjórn tókst að skapa stemningu meðal þjóðarinnar og góðar óskir almennings fylgja henni og munu vonandi endast lengi.
Nýrri ríkisstjórn tókst að skapa stemningu meðal þjóðarinnar og góðar óskir almennings fylgja henni og munu vonandi endast lengi. — Morgunblaðið/Ólafur Árdal

Sjónarhorn

Kolbrún Bergþórsdóttir

kolbrun@mbl.is

Það er ástæða til að óska nýrri ríkisstjórn velfarnaðar í störfum sínum. Það er kannski ekki mikil ástæða til að velta sér um of upp úr kynjatali en það skiptir samt máli að leiðtogar stjórnarinnar eru þrjár konur.

Þarna er Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar, sem er ætíð rökföst og mjög ákveðin og lætur engan eiga neitt inni hjá sér. Hún virðist hafa stáltaugar, sem mun örugglega reynast henni vel í átakamiklu embætti forsætisráðherra. Kristrún getur verið ósvífin og hörð, eins og opinberaðist mjög greinilega í framgöngu hennar gegn Degi B. Eggertssyni fyrrverandi borgarstjóra. Hún sá ekki ástæðu til að gera hann að ráðherra í ríkisstjórn sinni þótt hann hafi það á afrekaskrá

...