Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Óánægja er í hópi hestamanna á höfuðborgarsvæðinu með þá ráðstöfun sveitarfélaga að banna að skít undan klárum þeirra megi nýta sem áburð við uppgræðslu lands. Skítinn, sem sumum þykir þekkilegra að kalla tað, þarf nú að fara með til förgunar hjá Sorpu í Álfsnesi og borga þar 25,68 kr. í móttökugjald fyrir hvert kíló. Sum sveitarfélögin innheimta gjald í gegnum fasteignafélög. Í öðrum tilvikum þarf að borga tollinn þegar komið er með taðið í móttökustöð.
...