„Fyrsta þorrablótið hjá mér á þessu ári verður hjá Fylkismönnum sem er líka karlakvöld með öllu því sem fylgir slíkum samkomum,“ segir Ragnar Sverrisson, veitingamaður í Höfðakaffi. Hann segir að undirbúningur fyrir þorrablótin hefjist fljótlega eftir sláturtíð með súrmatnum
Menning Þorrablót viðhalda gamalli matarhefð Íslendinga á miðjum vetri.
Menning Þorrablót viðhalda gamalli matarhefð Íslendinga á miðjum vetri. — Morgunblaðið/Eggert

Óskar Bergsson

oskar@mbl.is

„Fyrsta þorrablótið hjá mér á þessu ári verður hjá Fylkismönnum sem er líka karlakvöld með öllu því sem fylgir slíkum samkomum,“ segir Ragnar Sverrisson, veitingamaður í Höfðakaffi.

Hann segir að undirbúningur fyrir þorrablótin hefjist fljótlega eftir sláturtíð með súrmatnum.

„Ég er með hrútspunga, lundabagga og bringukolla. Það hefur dregið úr eftirspurn eftir þessum bitum á undanförnum árum

...