Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. tilkynnti nýverið að félagið hefði gert samkomulag við Þórsberg ehf. á Tálknafirði um kaup á allri krókaaflahlutdeild og krókaaflamarki fiskveiðiársins 2024/2025 af Þórsbergi
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. tilkynnti nýverið að félagið hefði gert samkomulag við Þórsberg ehf. á Tálknafirði um kaup á allri krókaaflahlutdeild og krókaaflamarki fiskveiðiársins 2024/2025 af Þórsbergi. Um er að ræða 1.499 þorskígildistonn samkvæmt skráningu Fiskistofu, en kaupverðið er 7,5 milljarðar króna.
Svo virðist vera sem aðrar eignir Þórsbergs, svo sem línubáturinn Indriði Kristins BA-751, séu undanskildar í kaupunum. Hann er
...