Gaumgæfa er sýning í Y gallery á verkum Ástu Fanneyjar Sigurðardóttur, Helgu Páleyjar Friðþjófsdóttur, Loja Höskuldssonar og Sigurðar Atla Sigurðssonar.
Verkin á sýningunni eru unnin í samtali milli listamannanna undanfarið ár auk þess að vera unnin með sýningarrými Y í huga, sem er sérstakt að því leyti að galleríið er staðsett á bensínstöð í bílakjallara í Hamraborg. Arkitektúr bensínstöðvarinnar er óhefðbundinn með gluggum á öllum hliðum og einungis einum sýningarvegg. Listamennirnir velta fyrir sér eðli listhluta sem sýningargripa, hvernig hugmyndir eru formgerðar og hlutir gaumgæfðir.
„Þessi sýning er dæmi um það þegar myndlistarsýning sprettur frá listamönnunum sjálfum frekar en sýningarstjóri velji verk saman. Við höfum þekkst frá því við vorum í námi í Listaháskólanum og höfum fylgst náið hvert með öðru í
...