Á hvað leggur þú áherslu í þinni vinnu?
Á heildræna nálgun, bæði í nuddi og þjálfun, og að finna ávallt rót vandans og vinna út frá henni. Til að hámarka heilsu og auka vellíðan er mikilvægt að finna jafnvægið á milli líkamlegra, andlegra, tilfinningalegra og huglægra þátta en óbeint vinn ég með alla þessa þætti í mínu starfi. Yfirleitt byrja ég á að taka fólk í heildræna ástandsskoðun til að meta ástand viðkomandi og líkamsstöðu. Hluti af henni er nuddið, bæði líffæra- og djúpvefjanudd, þar sem ég tek út skekkjur og losa um uppsafnaða spennu. Eftir það tekur einstaklingsmiðuð þjálfun við þar sem lögð er áhersla á að styrkja og efla líkamann með réttri hreyfingu og auka þar með líkamsmeðvitund og líkamsstöðu. Ég gef einnig næringarráð sem snúast fyrst og fremst um að vera meðvituð um hvað við látum ofan í okkur og borða hreint fæði. Það eru margir að glíma við bólgur og verki sem
...