100 ára Hulda Jensdóttir fæddist á bænum Kollsá við Jökulfirðina á Vestfjörðum 5. janúar 1925 og verður því 100 ára á morgun. Hún heitir fullu nafni Friðgerður Hulda Jensdóttir, „Friðgerður er sparinafnið mitt,“ segir hún ánægð með það.
Sem lítil stelpa fluttist Hulda með fjölskyldu sinni norður í land og bjuggu þau m.a. á Ólafsfirði en fluttust síðan til Akureyrar, þar sem Hulda óx úr grasi. Hulda hafði gaman af íþróttum og æfði m.a. handbolta hjá Þór. Hún vann sem unglingur í Mjólkurbúðinni þar. „Þetta var á stríðsárunum og í búðina komu oft erlendir hermenn sem gáfu okkur útlenskt nammi sem var gaman að fá.“ Hún vann síðan á skrifstofu KEA en fór svo í Ljósmæðraskólann og útskrifaðist sem ljósmóðir árið 1949. Að loknu námi vann hún á kvennadeild Landspítalans en fór síðan utan og vann m.a. á Södersjúkrahúsinu í Stokkhólmi og Fylkisjúkrahúsinu
...