Vesturbær Pétur Rúnar Birgisson, fyrirliði Tindastóls, og Nimrod Hilliard, leikmaður KR, eigast við í leik liðanna á Meistaravöllum í gærkvöldi.
Vesturbær Pétur Rúnar Birgisson, fyrirliði Tindastóls, og Nimrod Hilliard, leikmaður KR, eigast við í leik liðanna á Meistaravöllum í gærkvöldi. — Morgunblaðið/Eyþór

Haukar gerðu góða ferð á Egilsstaði og lögðu Hött að velli, 89:86, í fallbaráttuslag í 12. umferð úrvalsdeildar karla í körfuknattleik í gærkvöldi. Friðrik Ingi Rúnarsson, nýráðinn þjálfari Hauka, byrjar því með besta móti.

Haukar eru áfram á botni deildarinnar en eru nú með sex stig, tveimur á eftir Val og Hetti í sætunum fyrir ofan.

Haukar voru með yfirhöndina stærstan hluta leiksins en Höttur var þó einu stigi yfir, 38:39, í hálfleik og Haukar leiddu með tveimur stigum, 64:62, að loknum þriðja leikhluta. Eftir að Haukar komust í 85:74 seint í leiknum söxuðu Hattarmenn í sífellu á forystu Hauka en máttu að lokum sætta sig við þriggja stiga tap.

Reynsluboltinn Everage Richardson var stigahæstur hjá Haukum með 23 stig, fimm fráköst og

...