Smáfuglar Svartþröstur í kuldanum og snjónum þar sem lítið er um æti.
Smáfuglar Svartþröstur í kuldanum og snjónum þar sem lítið er um æti. — Morgunblaðið/Karítas

Nú þegar kuldinn sverfur að sækja smáfuglar til byggða í leit að æti og skjóli. Smáfuglar nota mikla orku til að halda á sér hita á þessum árstíma og þurfa oft aðstoð okkar mannanna til að afla sér fæðu.

Það er gott að hafa í huga að gefa smáfuglunum einhvers konar fitu, sem er bæði orkurík og auðveldar að auki fuglunum að halda á sér hita. Einnig eru allir matarafgangar vinsælir, þótt misjafnt sé hvað þeim þykir best.

Skógarþrestir og svartþrestir eru mjög hrifnir af eplum og perum, segir á Vísindavef Háskóla Íslands, á meðan starar sækja í alla matarafganga. Bæði þrestir og starar eru sólgnir í alla fitu en auðnutittlingar og snjótittlingar eru fræætur og hægt er að kaupa tilbúið fuglafóður sem hentar þeim vel, en gott er að blanda fitu saman við fræin.