„Ríkisstjórnin ætti að hafa það hugfast að niðurskurðarstefna hefur hvergi virkað, nema þá til að vernda og vænka hag þeirra allra ríkustu,“ segir Halla Gunnarsdóttir formaður VR.
„Stjórnvöld gætu hætt að notast við íslenska útgáfu af PPP-framkvæmdum, þar sem einkaaðilar taka að sér framkvæmdir fyrir hið opinbera. Þetta er umdeild aðferðafræði en enn umdeilanlegri er íslenska útgáfan þar sem ríkið gengst í ábyrgð fyrir það sem aflaga kann að fara. Á sama tíma er framkvæmt fyrir dýrara lánsfé. Nýtt dæmi er Ölfusárbrú, sem FÍB hefur sýnt að verði vegfarendum dýrari en í opinberri framkvæmd. Ríkið ætti líka að hverfa frá áformum um að leigja hjúkrunarheimili af einkaaðilum, frekar en að axla sjálft ábyrgð á uppbyggingu, enda hefur það sýnt sig erlendis að slíkt fyrirkomulag eykur á flæði fjármuna úr ríkissjóði og í skattaskjól. Loks má nefna forvarnir, sem er vert að
...