Þorgerður Katrín Gunnarsdóttur utanríkisráðherra greindi frá því í gær að Ísland myndi greiða framlög til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna, UNRWA, fyrr en áætlað var í ljósi gríðarlegrar mannúðarþarfar á Gasasvæðinu. Þá sagði hún í færslu sinni að öruggt væri að alþjóðalög hefðu verið brotin á svæðinu.
Þorgerður sagði í færslunni að ástandið á Gasa væri óásættanlegt og að það sýndi allar verstu og grimmustu hliðar mannlegs eðlis. „Það er öruggt að framin hafa verið alvarleg brot á alþjóðalögum – jafnvel það sem okkur er tamt að tala um sem þjóðarmorð, en úr því fæst ekki endanlega skorið nema fyrir alþjóðadómstólum. Ég veit að íslensku þjóðinni ofbýður þetta ástand – og það sama á við um mig.“
...