ÁTVR Vínbúðin mátti ekki taka tvær bjórtegundir úr sölu vegna framlegðar.
ÁTVR Vínbúðin mátti ekki taka tvær bjórtegundir úr sölu vegna framlegðar. — Morgunblaðið/Heiddi

„Með þessu hélt stofnunin almennt óvinsælli og dýrari vöru að neytendum heldur en lög mæla fyrir um,“ segir lögmaður víninnflytjandans Distu um ákvörðun ÁTVR sem var dæmd ólögmæt í byrjun desember. Vínbúðin hafði tekið tvær bjórtegundir úr sölu á grundvelli framlegðarviðmiða, sem Hæstiréttur segir ekki hafa neina stoð í lögum.

Lögmaðurinn segir að ÁTVR hafi ekki sýnt neina tilburði til að bæta hlut Distu og hyggst félagið nú leita réttar síns á nýjan leik. » 4