Erkifjendurnir Liverpool og Manchester United skiptu með sér stigunum er þeir mættust í 20. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta á Anfield heimavelli Liverpool í gærkvöldi. Urðu lokatölur í fjörugum leik 2:2
Enski boltinn
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Erkifjendurnir Liverpool og Manchester United skiptu með sér stigunum er þeir mættust í 20. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta á Anfield heimavelli Liverpool í gærkvöldi. Urðu lokatölur í fjörugum leik 2:2.
Liverpool er því enn með sex stiga forskot á toppi deildarinnar og leik til góða á Arsenal í öðru sæti. United er í 13. sæti með 23 stig.
Gengi Liverpool hefur verið sérlega gott alla leiktíðina á meðan United-liðið hefur átt í miklu basli. Áttu því flestir von á öruggum heimasigri í gær, en liðsmenn United ætluðu að selja sig dýrt.
Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Lisandro Martínez gestunum yfir með glæsilegu skoti
...