Hinn 6. janúar er í dag og þar með síðasti dagur jóla. Er dagurinn iðulega kallaður þrettándinn og víða eru haldnar brennur og skemmtanir af ýmsu tagi af því tilefni. Þrettándagleði eða þrettándabrennur hafa verið auglýstar víða um land í dag og í…
Hinn 6. janúar er í dag og þar með síðasti dagur jóla. Er dagurinn iðulega kallaður þrettándinn og víða eru haldnar brennur og skemmtanir af ýmsu tagi af því tilefni.
Þrettándagleði eða þrettándabrennur hafa verið auglýstar víða um land í dag og í kvöld og má þar nefna Akranes, Borgarnes, Fjallabyggð, Dalvík, Hörgársveit, Egilsstaði, Reykjanesbæ, Hafnarfjörð og Mosfellsbæ. Í einhverjum tilfellum er hátíðarhöldum í tilefni af þrettándanum lokið, eins og í Vestmannaeyjum.
Jólasveinar í Grafarvogi
Í Reykjavík er boðað til þrettándabrennu í Gufunesbæ frá kl. 18-19. Munu Langleggur og Skjóða stíga á svið kl. 18.25 og jólasveinarnir koma um kl. 18.40, en þeir halda sem kunnugt er aftur heim til fjalla að loknum jólunum. Verður svo efnt til flugeldasýningar kl. 19.
...