Iðunn Steinsdóttir fæddist á Seyðisfirði 5. janúar 1940 og átti því 85 ára afmæli í gær. Hún var annað barn þeirra Steins og Öddu í Tungu.
„Fyrstu bernskuminningar voru stríðsárin, því að fjölskyldan þurfti iðulega að fara niður í kjallara um miðjar nætur þegar loftvarnaflautur glumdu. Ég man eftir nóttinni sem El Grillo var sökkt, þá voru miklar sprengingar. Mamma vann á símstöðinni í stríðinu og það voru langar vaktir.“
En stríðinu lauk og Iðunn ólst upp í firðinum og gekk í Seyðisfjarðarskóla, þar sem faðir hennar varð skólastjóri. Hann var líka kommúnisti. „Það eina sem mér fannst leiðinlegt var að vera kölluð kommakrakki.“ Systkinahópurinn stækkaði og svo kom að landsprófi. Það tók Iðunn á Akureyri. Svo vildi mamma hennar að hún færi í húsmæðraskóla, eins og hana hafði sjálfa langað til, en Iðunn gat ekki hugsað sér annað
...