Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Volodimír Selenskí Úkraínuforseti sagðist í gær vera vongóður um að Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, myndi sýna „styrkleika“ sinn og aðstoða Úkraínumenn við að ná fram réttlátum friði í Úkraínustríðinu.
Ummæli Selenskís féllu í viðtali við hlaðvarpsstjórnandann Lex Fridman sem birt var í gærkvöldi, en það var tekið í Kænugarði nú í upphafi árs. Trump gagnrýndi Selenskí nokkuð í kosningabaráttu sinni í haust og kallaði hann meðal annars „sölumann“ sem hefði fengið of mikinn fjárstuðning frá Bandaríkjunum.
Selenskí sagðist hins vegar telja að hann og Trump gætu náð samkomulagi um frið sem fæli meðal annars í sér að öryggi Úkraínu yrði tryggt með stuðningi Evrópuríkja. Þá sagðist Selenskí fullviss um að
...