50 ára Arnór fæddist í Reykjavík en flutti fjögurra ára gamall til Keflavíkur og ólst þar upp. Þar útskrifaðist hann frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja af viðskipta- og náttúrufræðibraut. Frá tíu ára aldri iðkaði hann píanónám í Tónlistarskóla Keflavíkur. Um 15 ára aldur fór hann að spila með hljómsveitum og hætti þá í tónlistarnámi. Eftir að hafa spilað á Hammond-orgel með hljómsveitum fór hugur hans aftur að leita í nám og nam hann orgelleik hjá Steinari Guðmundssyni í Ytri-Njarðvíkurkirkju. Síðan lá leiðin í Tónskóla þjóðkirkjunnar þar sem Árni Arinbjarnarson kenndi honum.

Árið 1999 flutti hann norður til Akureyrar þar sem hann bjó til ársins 2008. Þar hélt námið áfram hjá Birni Steinari Sólbergssyni, þar sem hann útskrifaðist árið 2007 sem kantor. Á Akureyri kenndi hann tónmennt í Brekkuskóla ásamt því að vera organisti víða í Eyjafirði. Lengst var hann organisti

...