Þróun uppbyggingar í borginni hefur verið í ranga átt á undanförnum árum

Stundum er sagt að glöggt sé gestsaugað og óhætt er að fullyrða að það eigi við um ábendingar arkitektsins Rafaels Campos de Pinho, sem rætt var við í Morgunblaðinu um helgina. Rafael sem er frá Brasilíu en hefur búið hér í tæpa tvo áratugi, telur að þróunin í borgarskipulaginu hafi verið í öfuga átt á þessum tíma. Þetta hafi orðið til þess að of mikið sé byggt af stórum fjölbýlishúsum en millistór hús fyrir nokkrar fjölskyldur, sem mikið sé af í eldri hlutum borgarinnar, svo sem í Hlíðunum þar sem hann býr með fjölskyldu sinni, hafi orðið út undan. Þær byggingar bjóði upp á hóflegan þéttleika og skapi fallega götumynd en um leið sé tryggt að sérhver íbúð fái næga dagsbirtu og loftræstingu.

Byggð af þessu tagi geri það líka að verkum að hægt sé að leggja bílum við götur eða á milli húsanna svo að lítið fari fyrir þeim, og hann varpar fram þeirri spurningu hversu hátt hlutfall íbúa

...